Telur kjallarann fundinn þar sem Snorri Sturluson var höggvinn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2014 20:30 Þetta er staðurinn, segir Geir Waage. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi. Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi.
Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira