Telur kjallarann fundinn þar sem Snorri Sturluson var höggvinn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2014 20:30 Þetta er staðurinn, segir Geir Waage. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi. Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi.
Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira