Magnús og Guðrún Íslandsmeistarar í borðtennis - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 17:53 Guðrún G. Björnsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn. Vísir/Daníel Magnús K. Magnússon úr Víkingi og Guðrún G. Björnsdóttir úr KR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis en Íslandsmótið fór að venju fram í TBR-húsinu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í TBR-húsinu og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Magnús er fyrsti Íslandsmeistarinn í tvo áratugi sem heitir ekki Guðmundur Stephensen en Guðmundur var búinn að vinna alla Íslandsmeistara titla frá árinu 1994. Það var kannski vel við hæfi að Magnús tæki við enda hafa þeir unnið tvíliðaleikinn saman undanfarin sex ár. Þetta er því að sjálfsögðu fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar sem vann Davíð Jónsson í úrslitaleiknum 4-0 (11-3, 11-9, 11-9 og 11-6). Guðrún varð hinsvegar Íslandsmeistari í fimmta sinn á ferlinum en hún vann einnig titilinn 2005-2007 og svo árið 2009. Guðrún vann Aldísi Rún Lárusdóttir í úrslitaleknum 4-1 (11-9, 11-5, 7-11, 13-11 og 11-8). Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og 1997. Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik karla urðu Magnús Finnur Magnússon úr Víkingi og Davíð Jónsson úr KR eftir 3–2 sigur í úrslitaleik gegn Víkingunum Magnúsi K. Magnússyni og Daða F. Guðmundssyni (8–11, 5–11, 12–10, 11–8 og 11–9). Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik kvenna urðu þær Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi en þær unnu þær Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK og Sigrúnu Tómasdóttur úr KR 3-0 í úrslitaleiknum (11–8, 11–4 og 11–8).Úrslit í Meistaraflokkunum á Íslandsmótinu voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur 2. Davíð Jónsson KR 3-4. Jóhannes B. Tómasson BH 3-4. Kári Mímisson KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Guðrún G Björnsdóttir KR 2. Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK Tvenndarkeppni: 1. Magnús Kristinn Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur 2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Daði F. Guðmundsson/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR Tvíliðaleikur karla: 1. Magnús Finnur Magnússon/Davíð Jónsson Víkingur/KR 2. Magnús Kristinn Magnússon/Daði F. Guðmundsson Víkingur 3-4. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson KR 3-4. Einar Geirsson/Kári Mímisson KR Tvíliðaleikur kvenna: 1. Lilja Rós Jóhannesdóttir/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 2. Kolfinna Bjarnadóttir/Sigrún Tómasdóttir HK/KR 3-4. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís R. Lárusdóttir KR 3-4. Guðrún Gestsdóttir/Ásta Urbancic KRVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelMagnús K. Magnússon úr Víkingi var Íslandsmeistari í einliðaleik karla.Vísir/Daníel Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Magnús K. Magnússon úr Víkingi og Guðrún G. Björnsdóttir úr KR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis en Íslandsmótið fór að venju fram í TBR-húsinu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í TBR-húsinu og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Magnús er fyrsti Íslandsmeistarinn í tvo áratugi sem heitir ekki Guðmundur Stephensen en Guðmundur var búinn að vinna alla Íslandsmeistara titla frá árinu 1994. Það var kannski vel við hæfi að Magnús tæki við enda hafa þeir unnið tvíliðaleikinn saman undanfarin sex ár. Þetta er því að sjálfsögðu fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar sem vann Davíð Jónsson í úrslitaleiknum 4-0 (11-3, 11-9, 11-9 og 11-6). Guðrún varð hinsvegar Íslandsmeistari í fimmta sinn á ferlinum en hún vann einnig titilinn 2005-2007 og svo árið 2009. Guðrún vann Aldísi Rún Lárusdóttir í úrslitaleknum 4-1 (11-9, 11-5, 7-11, 13-11 og 11-8). Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og 1997. Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik karla urðu Magnús Finnur Magnússon úr Víkingi og Davíð Jónsson úr KR eftir 3–2 sigur í úrslitaleik gegn Víkingunum Magnúsi K. Magnússyni og Daða F. Guðmundssyni (8–11, 5–11, 12–10, 11–8 og 11–9). Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik kvenna urðu þær Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi en þær unnu þær Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK og Sigrúnu Tómasdóttur úr KR 3-0 í úrslitaleiknum (11–8, 11–4 og 11–8).Úrslit í Meistaraflokkunum á Íslandsmótinu voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur 2. Davíð Jónsson KR 3-4. Jóhannes B. Tómasson BH 3-4. Kári Mímisson KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Guðrún G Björnsdóttir KR 2. Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK Tvenndarkeppni: 1. Magnús Kristinn Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur 2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Daði F. Guðmundsson/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR Tvíliðaleikur karla: 1. Magnús Finnur Magnússon/Davíð Jónsson Víkingur/KR 2. Magnús Kristinn Magnússon/Daði F. Guðmundsson Víkingur 3-4. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson KR 3-4. Einar Geirsson/Kári Mímisson KR Tvíliðaleikur kvenna: 1. Lilja Rós Jóhannesdóttir/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 2. Kolfinna Bjarnadóttir/Sigrún Tómasdóttir HK/KR 3-4. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís R. Lárusdóttir KR 3-4. Guðrún Gestsdóttir/Ásta Urbancic KRVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelMagnús K. Magnússon úr Víkingi var Íslandsmeistari í einliðaleik karla.Vísir/Daníel
Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira