Caron Butler hefur samið við Oklahoma City Thunder, efsta lið vesturstrandar NBA körfuboltans. Er Butler ætlað að hjálpa Thunder að skora í úrslitakeppninni.
Butler fékk sig lausan frá Milwaukee Bucks á fimmtudaginn og var mjög eftirsóttur.
Butler varð NBA meistari með Dallas 2011 en hann lék 34 leiki fyrir Bucks í vetur og skoraði að meðaltali 11 stig og tók 4,6 fráköst.
Butler samdi við efsta lið vesturstrandar
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
