Spretthlauparinn segist saklaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 10:09 Spretthlauparinn Oscar Pistorius segist saklaus af ásökunum um að hafa myrt unnustu sína Reevu Steenkamp í febrúar í fyrra.Réttarhöldin yfir Pistorius hófust í dag en dómtökunni var seinkað um 90 mínútur í morgun. Seinkunin var rakin til vandamála með túlka réttarhaldana en þau fara bæði fram á ensku og afríkans. Fjölskyldur þeirra Pistorius og Steenkamp sitja sitt hvorum megin við gang fundarsalarins en hafa ekki virt hvora aðra viðlits fram til þessa. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í þrjár vikur. Vitnisburður á fyrri stigum málsins kveður á um að Pistorius hafi skotið fjórum skotum í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu, einni höfuborga Suður Afríku, aðfaranótt Valentínusardagsins í fyrra. Þrjú skotanna hæfðu Steenkamp en verjendur Oscars Pistorius halda því fram að dauði hennar hafi verið hræðilegt slys en saksóknarar hafa ekki fallist á þá útskýringu. Kallað hefur verið til á annað hundrað vitna við rannsókn málsins. Eitt þeirra sagði í réttarsal í dag að lengra hafi verið á milli fyrsta og annars skotsins en þeirra sem á eftir fylgdu. Annað vitni segist hafa vaknað við ógnvænleg öskur, fyrst frá konu og svo karli skömmu síðar. Dauðarefsingar eru ólöglegar í Suður Afríku en Pistorius gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi. Oscar Pistorius hlaut heimsfrægð fyrir afrek sín í íþróttum en hann tók þátt í Ólympíuleikunum árið 2012 þrátt fyrir að báðir fætur hans væru fjarlægðir þegar hann var barn. Málið hefur vakið mikla athygli og meðal annars hefur ný sjónvarpsstöð farið í loftið í Suður-Afríku sem ætlað er að sýna beint frá og fjalla um réttarhöldin. Hér að neðan má fylgjast með réttarhöldunum í beinni útsendingu. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Síðustu myndirnar af Pistoriusi og Steenkamp Ár er liðið síðan suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut kærustu sína til bana. 14. febrúar 2014 11:30 Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30 Oscar Pistorius kemur fyrir dóm á þriðjudag "Oscar Pistorius er niðurbrotinn maður sem þarf að lifa með þeirri staðreynd að hann drap ástina í lífi sínu,“ segir frændi hans Arnold Pistorius. 1. júní 2013 14:07 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Máli Pistoriusar frestað Réttarhöldunum yfir hlauparanum fótalausa, Óskari Pistoriusi, hefur verið frestað. 4. júní 2013 08:58 Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34 Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var formlega ákærður í dag fyrir morð. 19. ágúst 2013 21:52 Pistorius formlega ákærður Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku. 19. ágúst 2013 09:32 Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04 Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42 Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius segist saklaus af ásökunum um að hafa myrt unnustu sína Reevu Steenkamp í febrúar í fyrra.Réttarhöldin yfir Pistorius hófust í dag en dómtökunni var seinkað um 90 mínútur í morgun. Seinkunin var rakin til vandamála með túlka réttarhaldana en þau fara bæði fram á ensku og afríkans. Fjölskyldur þeirra Pistorius og Steenkamp sitja sitt hvorum megin við gang fundarsalarins en hafa ekki virt hvora aðra viðlits fram til þessa. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í þrjár vikur. Vitnisburður á fyrri stigum málsins kveður á um að Pistorius hafi skotið fjórum skotum í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu, einni höfuborga Suður Afríku, aðfaranótt Valentínusardagsins í fyrra. Þrjú skotanna hæfðu Steenkamp en verjendur Oscars Pistorius halda því fram að dauði hennar hafi verið hræðilegt slys en saksóknarar hafa ekki fallist á þá útskýringu. Kallað hefur verið til á annað hundrað vitna við rannsókn málsins. Eitt þeirra sagði í réttarsal í dag að lengra hafi verið á milli fyrsta og annars skotsins en þeirra sem á eftir fylgdu. Annað vitni segist hafa vaknað við ógnvænleg öskur, fyrst frá konu og svo karli skömmu síðar. Dauðarefsingar eru ólöglegar í Suður Afríku en Pistorius gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi. Oscar Pistorius hlaut heimsfrægð fyrir afrek sín í íþróttum en hann tók þátt í Ólympíuleikunum árið 2012 þrátt fyrir að báðir fætur hans væru fjarlægðir þegar hann var barn. Málið hefur vakið mikla athygli og meðal annars hefur ný sjónvarpsstöð farið í loftið í Suður-Afríku sem ætlað er að sýna beint frá og fjalla um réttarhöldin. Hér að neðan má fylgjast með réttarhöldunum í beinni útsendingu.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Síðustu myndirnar af Pistoriusi og Steenkamp Ár er liðið síðan suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut kærustu sína til bana. 14. febrúar 2014 11:30 Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30 Oscar Pistorius kemur fyrir dóm á þriðjudag "Oscar Pistorius er niðurbrotinn maður sem þarf að lifa með þeirri staðreynd að hann drap ástina í lífi sínu,“ segir frændi hans Arnold Pistorius. 1. júní 2013 14:07 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Máli Pistoriusar frestað Réttarhöldunum yfir hlauparanum fótalausa, Óskari Pistoriusi, hefur verið frestað. 4. júní 2013 08:58 Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34 Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var formlega ákærður í dag fyrir morð. 19. ágúst 2013 21:52 Pistorius formlega ákærður Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku. 19. ágúst 2013 09:32 Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04 Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42 Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Síðustu myndirnar af Pistoriusi og Steenkamp Ár er liðið síðan suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut kærustu sína til bana. 14. febrúar 2014 11:30
Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30
Oscar Pistorius kemur fyrir dóm á þriðjudag "Oscar Pistorius er niðurbrotinn maður sem þarf að lifa með þeirri staðreynd að hann drap ástina í lífi sínu,“ segir frændi hans Arnold Pistorius. 1. júní 2013 14:07
Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20
Máli Pistoriusar frestað Réttarhöldunum yfir hlauparanum fótalausa, Óskari Pistoriusi, hefur verið frestað. 4. júní 2013 08:58
Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34
Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var formlega ákærður í dag fyrir morð. 19. ágúst 2013 21:52
Pistorius formlega ákærður Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku. 19. ágúst 2013 09:32
Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04
Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42
Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00