Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2014 13:25 Craig Pedersen. Mynd/KKÍ/Linda Sörensen Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Craig Pedersen hefur unnið með Arnari Guðjónssyni hjá danska liðinu Svendborg en Pedersen hefur þjálfað liðið undanfarin ellefu ár með góðum árangri. Svendborg-liðið varð danskur bikarmeistari á dögunum undir stjórn þeirra félaga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Craig Pedersen kemur að þjálfun landsliðs en hann var aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins frá 2004 til 2009. Craig Pedersen lék sem atvinnumaður í Danmörku frá 1989-2003 og hóf að þjálfa strax að leikmannaferlinum loknum eða árið 2003. Pedersen lék með Horsens BC, Horsens IC og Skovbakken, meðal annars undir stjórn Geoff Kotila, fyrrverandi þjálfara Snæfells. Þeir starfa einmitt saman í dag við Efterskolen í Nyborg, sem er skóli sem sérhæfir sig í körfuknattleik. Craig hefur komið Svendborg í úrslit dönsku deildarinnar sjö sinnum, þar af stóðu þeir einu sinni uppi sem meistarar. Liðið hefur fimm sinnum leikið til bikarúrslita og unnið þrisvar sinnum, síðast nú í janúar. Þá hefur Craig þrisvar verið kosinn þjálfari ársins í Danmörku. Aðstoðarmaður Craig með landsliðið ásamt Arnari Guðjónssyni verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, en hann mun jafnframt þjálfa U20 ára landslið karla sem fer á Norðurlandamót í júní. Verkefni sumarsins er fyrst og fremst undankeppni Evrópukeppninnar í ágúst þar sem Ísland verða í riðli með Bretlandi og Bosníu. Liðið mun hefja æfingar í júlí og mun liðið leika æfingaleiki í lok júlímánaðar áður en baráttan hefst 10. ágúst í Laugardalshöll þegar Bretar mæta. En það verður fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.Mynd/KKÍ/Linda Sörensen Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Craig Pedersen hefur unnið með Arnari Guðjónssyni hjá danska liðinu Svendborg en Pedersen hefur þjálfað liðið undanfarin ellefu ár með góðum árangri. Svendborg-liðið varð danskur bikarmeistari á dögunum undir stjórn þeirra félaga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Craig Pedersen kemur að þjálfun landsliðs en hann var aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins frá 2004 til 2009. Craig Pedersen lék sem atvinnumaður í Danmörku frá 1989-2003 og hóf að þjálfa strax að leikmannaferlinum loknum eða árið 2003. Pedersen lék með Horsens BC, Horsens IC og Skovbakken, meðal annars undir stjórn Geoff Kotila, fyrrverandi þjálfara Snæfells. Þeir starfa einmitt saman í dag við Efterskolen í Nyborg, sem er skóli sem sérhæfir sig í körfuknattleik. Craig hefur komið Svendborg í úrslit dönsku deildarinnar sjö sinnum, þar af stóðu þeir einu sinni uppi sem meistarar. Liðið hefur fimm sinnum leikið til bikarúrslita og unnið þrisvar sinnum, síðast nú í janúar. Þá hefur Craig þrisvar verið kosinn þjálfari ársins í Danmörku. Aðstoðarmaður Craig með landsliðið ásamt Arnari Guðjónssyni verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, en hann mun jafnframt þjálfa U20 ára landslið karla sem fer á Norðurlandamót í júní. Verkefni sumarsins er fyrst og fremst undankeppni Evrópukeppninnar í ágúst þar sem Ísland verða í riðli með Bretlandi og Bosníu. Liðið mun hefja æfingar í júlí og mun liðið leika æfingaleiki í lok júlímánaðar áður en baráttan hefst 10. ágúst í Laugardalshöll þegar Bretar mæta. En það verður fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.Mynd/KKÍ/Linda Sörensen
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira