Fyrstu viku réttarhaldanna yfir Pistorius lokið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2014 12:17 Oscar Pistorius VÍSIR/AFP Nú er fyrstu viku réttarhaldanna yfir Suður-afríska spretthlauparanum Oscari Pistorius lokið, en Oscar varð kærustu sinni að bana á Valentínusardag í fyrra. Rétturinn hefur fengið að heyra vitnisburð nágranna hans, lögreglu sem kom á vettvang eftir atburðarrásina og frá svikinni fyrrum kærustu. Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Steenkamp var 29 ára gömul.Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius.VÍSIR/AFPHlauparinn hefur grátið, haldið fyrir eyrun og horft niður í gólfið á meðan hvert vitnið á fætur öðru segir frá atburðum næturinnar.Hræðileg öskur nóttina örlagaríku 107 manns bera vitni í málinu og er Michelle Burger ein vitnanna. Hún býr í tæplega 200 metra fjarlægð frá heimili Pistorius. Hún var fyrsta vitnið í málinu og sagðist hún hafa heyrt hræðilegt kvenmannsöskur nóttina örlagaríku. Hún sagðist fyrst hafa heyrt einn skothvell, síðan hafi komið stutt þögn og þrjú skot fylgdu þar á eftir en það gefur í skyn að Pistorius hafi stöðvað og haldið síðan áfram að skjóta kærustu sína. Verjandi hlauparans sagði að öskrin væru í raun verið Pistorius sjálfur.Ætlaði að tileinka líf sitt guði Annað vitni, læknirinn Johan Stipp, sagðist hafi komið að Oscari þar sem hann kraup á hnjánum við hlið kærustu sinnar, grátandi og biðjandi til guðs um að leyfa henni að lifa og þá myndi hann myndi tileinka líf sitt guði. Stipp segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. Á meðan á vitnisburði Stipps stóð hélt Pistorius yfir eyrun á sér á meðan hann skalf og grét.Pistorius grætur á meðan réttarhöldunum stendur.Vísir/afpSagði hann haldinn byssuþráhyggju Vikan endaði svo á vitnisburði fyrrum kærustu Oscars, Samönthu Taylor. Samband þeirra Pistorius hófst þegar Taylor var sautján ára gömul en þegar talið barst að sambandsbrestum þeirra brast Samantha Taylor í grát. Sagði hún hlauparann hafa haldið tvisvar sinnum fram hjá henni meðan samband þeirra stóð yfir með Reevu Steenkamp. Taylor sagði Pistorius haldinn byssuþráhyggju og sagði frá atviki þar sem Oscar átti að hafa skotið úr byssu útum sóllúgu bíls. Fyrr í vikunni hafði vinur Oscars sagt frá því hvernig hann hafði óvart hleypt af byssu inni á veitingastað, mánuði áður en hann skaut kærustu sína. Hann segir hann hafa fengið vin sinn til að taka á sig sökina fyrir það. Réttarhöldin yfir Oscari halda áfram á mánudaginn, en innan við 10% þeirra vitna sem kalla á fyrir dóminn hafa borið vitni nú þegar og er því búist við að réttarhöldin geti tekið nokkrar vikur. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius héldu áfram í dag. 6. mars 2014 19:05 Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Hló er hann hleypti af byssu sinni Fyrrverandi kærasta Oscars Pistorius lýsti hvernig hann hafði átt það til að snöggreiðast. 7. mars 2014 15:43 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42 Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00 Pistorius sagður hafa skotið úr byssu á veitingastað Atvikið gerðist í þeim mánuði sem hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína. 5. mars 2014 12:38 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
Nú er fyrstu viku réttarhaldanna yfir Suður-afríska spretthlauparanum Oscari Pistorius lokið, en Oscar varð kærustu sinni að bana á Valentínusardag í fyrra. Rétturinn hefur fengið að heyra vitnisburð nágranna hans, lögreglu sem kom á vettvang eftir atburðarrásina og frá svikinni fyrrum kærustu. Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Steenkamp var 29 ára gömul.Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius.VÍSIR/AFPHlauparinn hefur grátið, haldið fyrir eyrun og horft niður í gólfið á meðan hvert vitnið á fætur öðru segir frá atburðum næturinnar.Hræðileg öskur nóttina örlagaríku 107 manns bera vitni í málinu og er Michelle Burger ein vitnanna. Hún býr í tæplega 200 metra fjarlægð frá heimili Pistorius. Hún var fyrsta vitnið í málinu og sagðist hún hafa heyrt hræðilegt kvenmannsöskur nóttina örlagaríku. Hún sagðist fyrst hafa heyrt einn skothvell, síðan hafi komið stutt þögn og þrjú skot fylgdu þar á eftir en það gefur í skyn að Pistorius hafi stöðvað og haldið síðan áfram að skjóta kærustu sína. Verjandi hlauparans sagði að öskrin væru í raun verið Pistorius sjálfur.Ætlaði að tileinka líf sitt guði Annað vitni, læknirinn Johan Stipp, sagðist hafi komið að Oscari þar sem hann kraup á hnjánum við hlið kærustu sinnar, grátandi og biðjandi til guðs um að leyfa henni að lifa og þá myndi hann myndi tileinka líf sitt guði. Stipp segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. Á meðan á vitnisburði Stipps stóð hélt Pistorius yfir eyrun á sér á meðan hann skalf og grét.Pistorius grætur á meðan réttarhöldunum stendur.Vísir/afpSagði hann haldinn byssuþráhyggju Vikan endaði svo á vitnisburði fyrrum kærustu Oscars, Samönthu Taylor. Samband þeirra Pistorius hófst þegar Taylor var sautján ára gömul en þegar talið barst að sambandsbrestum þeirra brast Samantha Taylor í grát. Sagði hún hlauparann hafa haldið tvisvar sinnum fram hjá henni meðan samband þeirra stóð yfir með Reevu Steenkamp. Taylor sagði Pistorius haldinn byssuþráhyggju og sagði frá atviki þar sem Oscar átti að hafa skotið úr byssu útum sóllúgu bíls. Fyrr í vikunni hafði vinur Oscars sagt frá því hvernig hann hafði óvart hleypt af byssu inni á veitingastað, mánuði áður en hann skaut kærustu sína. Hann segir hann hafa fengið vin sinn til að taka á sig sökina fyrir það. Réttarhöldin yfir Oscari halda áfram á mánudaginn, en innan við 10% þeirra vitna sem kalla á fyrir dóminn hafa borið vitni nú þegar og er því búist við að réttarhöldin geti tekið nokkrar vikur.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius héldu áfram í dag. 6. mars 2014 19:05 Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Hló er hann hleypti af byssu sinni Fyrrverandi kærasta Oscars Pistorius lýsti hvernig hann hafði átt það til að snöggreiðast. 7. mars 2014 15:43 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42 Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00 Pistorius sagður hafa skotið úr byssu á veitingastað Atvikið gerðist í þeim mánuði sem hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína. 5. mars 2014 12:38 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius héldu áfram í dag. 6. mars 2014 19:05
Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51
Hló er hann hleypti af byssu sinni Fyrrverandi kærasta Oscars Pistorius lýsti hvernig hann hafði átt það til að snöggreiðast. 7. mars 2014 15:43
Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20
Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45
Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32
Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42
Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00
Pistorius sagður hafa skotið úr byssu á veitingastað Atvikið gerðist í þeim mánuði sem hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína. 5. mars 2014 12:38