Glen Davis er laus frá Orlando Magic og kominn aftur í faðm síns gamla þjálfara, Doc Rivers.
LA Clippers er búið að semja við Davis sem er oftar en ekki kallaður "Big Baby" eða Stóra barnið.
Það hefur legið í loftinu í um 18 mánuði að Davis færi frá Magic en hann var með feitan samning hjá félaginu og viðræður við önnur félög gengu oftar en ekki illa.
Davis lék vel undir stjórn Rivers og vonast forráðamenn Clippers til þess að Rivers nái því besta úr Davis í borg englanna.
Stóra barnið komið til Clippers

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



