Yolo-stökk "iPods“ skákaði White 12. febrúar 2014 11:15 Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn „Ég er bara klökkur“ Í beinni: Real Betis - Real Madrid | Snúið próf fyrir meistarana Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Leik lokið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Sjá meira
Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn „Ég er bara klökkur“ Í beinni: Real Betis - Real Madrid | Snúið próf fyrir meistarana Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Leik lokið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Sjá meira