Bafta verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar verða afhent í Konunglegu óperunni í London í kvöld.
Verðlaunin eru gríðarlega virt og gefa ávallt ákveðin fyrirheit um það hvaða myndir hljóta Óskarsverðlaunin í mars.
Sigurstranglegustu myndirnar eru 12 Years a Slave, American Hustle og Gravity.
Myndin Gravity er tilnefnd til ellefu verðlauna á hátíðinni og 12 Years a Slave og American Hustle til tíu verðlauna.
Stephen Fry verður kynnir kvöldsins en þetta mun vera níunda árið í röð sem hann tekur það hlutverk á sig.

