Kevin Durant, leikmaður OKC hefur spilað stórkostlega undanfarnar vikur en Durant hitti illa í nótt og klúðraði öllum sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þrátt fyrir tapið er Oklahoma enn á toppi Vesturdeildarinnar.
LeBron James og félagar í Miami Heat unnu New York Knicks í stærsta leik kvöldsins í Madison Squere Garden. LeBron kláraði
Brooklyn Nets tapaði naumlega sínum þriðja leik í röð gegn Indiana Pacers í Indiana í nótt. Pacers náði forskotinu rétt fyrir hálfleik og hélt forskotinu út leikinn þrátt fyrir að gestirnir frá Brooklyn hafi aldrei verið langt undan. Sigurinn í kvöld var fjórði sigur Indiana gegn Brooklyn í vetur.
Kevin Love átti stórleik í liði Minnesota Timberwolves en gat ekki komið í veg fyrir tap gegn Atlanta Hawks. Love setti niður 43 stig í leiknum auk þess að taka 19 fráköst. Kyle Korver var atkvæðamestur í liði Atlanta með 24 stig og hélt áfram góðu gengi sínu fyrir utan þriggja stiga línuna. Með leiknum í nótt hefur Korver nú hitt úr þriggja stiga skoti í 115 leikjum í röð.
Jeremy Lin sem hefur komið af bekknum undanfarið skilaði sinni fyrstu þreföldu tvennu með 15 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í sigri Houston Rockets gegn Cleveland Cavaliers.
Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Indiana Pacers 97-96 Brooklyn Nets
Washington Wizards 96-81 Oklahoma City Thunder
Atlanta Hawks 120-113 Minnesota Timberwolves
Detroit Pistons 113-96 Philadelphia 76ers
Houston Rockets 106-92 Cleveland Cavaliers
Memphis Grizzlies 99-90 Milwaukee Bucks
New Orleans Pelicans 88-79 Chicago Bulls
San Antonio Spurs 95-93 Sacramento Kings
New York Knicks 91-106 Miami Heat
Phoenix Suns 105-90 Charlotte Bobcats
Portland Trailblazers 106-103 Toronto Raptors
Los Angeles Clippers 102-87 Utah Jazz


