Mikil meiðsli hrjá leikmannahóp San Antonio sem var án fjögurra stigahæstu leikmanna liðsins í nótt - þeirra Tony Parker, Tim Duncan, Manu Ginobili og Kawhi Leonard.
San Antonio var þó vel inni í leiknum þar til í fjórða leikhluta er Brooklyn stakk endanlega af. Deron Williams skoraði sextán stig fyrir liðið og tók átta fráköst fyrir Brooklyn sem vann sinn fyrsta sigur á San Antonio síðan 2010.
Cory Joseph skoraði átján stig fyrir San Antonio og Danny Green sautján.
Golden State vann Chicago, 102-87. Stephen Curry var með 34 stig og níu stoðsendingar og þá bætti Klay Thompson við 22 stigum.
Heimamenn lentu mest sextán stigum undir í fyrri hálfleik en vann á endanum sigur þó svo að þeir Andrew Bogut og David Lee hafi báðir misst af leiknum vegna meiðsla.
Taj Gibson skoraði 26 stig og tók þrettán fráköst fyrir Chicago í fjarveru Carlos Boozer. Kirk Hinrich bætti við fimmtán stigum.
Úrslit næturinnar:
Brooklyn - San Antonio 103-89
Golden State - Chicago 102-87