Handbolti

Guðjón Valur í sérflokki á EM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur í leiknum gegn Makedóníu í gær.
Guðjón Valur í leiknum gegn Makedóníu í gær. Vísir/Daníel
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er næstmarkahæsti leikmaðurinn á EM í Danmörku. Þá er skotnýting hans í sérflokki ef litið er til markahæstu manna.

Guðjón Valur skoraði sex mörk í sigurleiknum gegn Makedóníu í gær og er kominn með 34 mörk í leikjunum fimm í Danmörku. Aðeins Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur skorað fleiri mörk en Seltirningurinn eða 38 mörk. Þó má telja líklegt að Hvít-Rússinn Siarhei Rutenka skjótist upp fyrir Guðjón Val þegar hann mætir Frökkum í kvöld. Rutenka hefur skorað 30 mörk.

Ef horft er til markahæstu manna mótsins kemur í ljós að skotnýting Guðjóns Vals er í sérflokki. Hornamaðurinn hefur skotið 34 mörk í 40 skotum sem svarar til 85 prósent nýtingar. Fara þarf allt niður í 17. sæti á listanum yfir markahæstu menn til að finna betri skotnýtingu en hjá okkar manni í vinstra horninu. Konrad Wilczynski hjá Austurríki hefur skorað 17 mörk úr 19 tilraunum sem svarar til 89 prósent nýtingar.

Hér má sjá listann yfir markahæstu menn í Danmörku (PDF).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×