Iceland International badminton-mótið, sem er hluti af Reykjavíkurleikunum, hófst í gær og sáust þá glæsileg tilþrif.
Matthew Carder frá Skotlandi mætti Maxime Moreels í gær en Carder tryggði sér stig með ótrúlegu skoti eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Moreels, sem er ofarlega á heimslistanum, fagnaði þó að lokum sigri.
Alls taka 110 keppendur frá 21 landi þátt í Iceland International, þar af 38 íslenskir. Mótinu lýkur um helgina.
Ótrúleg tilþrif á Reykjavíkurleikunum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar