Jóna Guðlaug í sérflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 17:37 Jóna Guðlaug spilaði á sínum tíma bæði með liðum í Frakklandi og Austurríki. Mynd/Aðsend Eftir fína byrjun lentu Stjörnustelpur í miklu basli með uppgjafir og sterkan sóknarleik Þróttarans Jónu Guðlaugar Vigfúsdóttur í sigri Austfirðinga í Mikasadeild kvenna í Garðabænum í dag. Stjarnan vann sigur í fyrstu hrinunni 27-25 eftir að hafa haft frumkvæðið alla hrinuna. Þróttur sneri við blaðinu með 25-11 sigri í annarri hrinu sem líkt og tölurnar gefa til kynna var ekki jafn spennandi og sú fyrsta. Bláklæddar heimakonur héldu vel í við gulklædda gestina í þriðju hrinu og stóðu leikar 21-21. Þá skoruðu gestirnir frá Neskaupstað fjögur stig í röð og 25-21 sigur í hrinunni staðreynd. Lokahrinan var svo einstök og í járnum frá upphafi til enda. Svo fór að Þróttur hafði sigur 28-26 og þar með 3-1 í hrinunum fjórum. Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Ásthildur Gunnarsdóttir með 11 stig og Nicole Hannah Johansen með 8 stig. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti frábæran leik og skoraði 36 stig og þar af 8 stig úr uppgjöfum næst á eftir henni var Erla Rán Eiríksdóttir með 11 stig. Fyrr í dag vann Afturelding 3-0 sigur á KA norðan heiða. Sigur gestanna úr Mosfellsbæ var nokkuð öruggur eða 25-12, 25-9 og 25-7. Stighæstu liðsmenn Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir með 14 stig og Thelma D Grétarsdóttir með 13 stig. Hjá KA voru það Friðrika Marteinsdóttir með 5 stig, Una Sigurðardóttir og Lena Braun með 2 stig hvor. Afturelding er sem fyrr í toppsæti deildarinnar og KA á botninum. Stöðuna í deildinni má sjá hér. Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Eftir fína byrjun lentu Stjörnustelpur í miklu basli með uppgjafir og sterkan sóknarleik Þróttarans Jónu Guðlaugar Vigfúsdóttur í sigri Austfirðinga í Mikasadeild kvenna í Garðabænum í dag. Stjarnan vann sigur í fyrstu hrinunni 27-25 eftir að hafa haft frumkvæðið alla hrinuna. Þróttur sneri við blaðinu með 25-11 sigri í annarri hrinu sem líkt og tölurnar gefa til kynna var ekki jafn spennandi og sú fyrsta. Bláklæddar heimakonur héldu vel í við gulklædda gestina í þriðju hrinu og stóðu leikar 21-21. Þá skoruðu gestirnir frá Neskaupstað fjögur stig í röð og 25-21 sigur í hrinunni staðreynd. Lokahrinan var svo einstök og í járnum frá upphafi til enda. Svo fór að Þróttur hafði sigur 28-26 og þar með 3-1 í hrinunum fjórum. Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Ásthildur Gunnarsdóttir með 11 stig og Nicole Hannah Johansen með 8 stig. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti frábæran leik og skoraði 36 stig og þar af 8 stig úr uppgjöfum næst á eftir henni var Erla Rán Eiríksdóttir með 11 stig. Fyrr í dag vann Afturelding 3-0 sigur á KA norðan heiða. Sigur gestanna úr Mosfellsbæ var nokkuð öruggur eða 25-12, 25-9 og 25-7. Stighæstu liðsmenn Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir með 14 stig og Thelma D Grétarsdóttir með 13 stig. Hjá KA voru það Friðrika Marteinsdóttir með 5 stig, Una Sigurðardóttir og Lena Braun með 2 stig hvor. Afturelding er sem fyrr í toppsæti deildarinnar og KA á botninum. Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira