Colin Kaepernick fór fyrir San Francisco 49ers sem vann öruggan sigur á Carolina Panthers, 23-10, í undanúrslitaleik NFC-deildarinnar í NFL vestanhafs í kvöld.
Kaepernick kastaði fyrir einu snertimarki í leiknum og skoraði eitt sjálfur eftir hlaupakerfi. Hann kastaði alls 196 jarda í leiknum.
Vörn 49ers var gríðarlega öflug í leiknum og sá til þess að Carolina komst ekki á blað í síðari hálfleik eftir að hafa leitt, 10-6, í þeim fyrri. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina, komst aldrei á flug í kvöld.
Þetta er þriðja árið í röð sem að 49ers kemst í úrslitaleik NFC-deildarinnar en liðið mætir Seattle Seahawks í úrslitaleiknum um næstu helgi. Sigurvegarinn mætir svo sigurvegara AFC-deildarinnar í úrslitaleik NFL, Super Bowl, í New York í byrjun næsta mánaðar.
Denver Broncos og San Diego Chargers eigast nú við í síðari undanúrslitaviðureign AFC-deildarinnar. New England Patriots tryggði sér sæti í úrslitaleik AFC-deildarinnar með sigri á Indianapolis Colts í nótt.
49ers spila um NFC-titilinn þriðja árið í röð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn