Justin er mikið fyrir tattú og er að minnsta kosti með tuttugu slík víðs vegar um líkamann.
Lítið hefur farið fyrir Justin á nýju ári en eftir að hann birti mynd af sér og fyrrverandi kærustu sinni, Selenu Gomez, hafa margir fréttamiðlar haldið því fram að þau séu byrjuð aftur saman.
Hvorki Selena né Justin hafa tjáð sig um málið.
