Tónlist

Ásgeir Trausti tekur Miley Cyrus

Ásgeir Trausti.
Ásgeir Trausti.
Hollenska stöðin VARA birti í dag myndband af Ásgeiri Trausta spila eigin útgáfu af lagi Miley Cyrus, Wrecking Ball.

Ásgeir Trausti er um þessar mundir staddur í Hollandi þar sem hann kemur til með að koma fram  á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi, sem fram fer á morgun, en hann vann verðlaunin fyrir skömmu.

EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins.

Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.

Eftir dvölina í Hollandi heldur Ásgeir Trausti tónleikaferðalagi sínu um heiminn áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×