Handbolti

Arnór inn fyrir Arnór

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Arnór í leiknum gegn Ungverjum sem var hans síðasti á þessu EM.
Arnór í leiknum gegn Ungverjum sem var hans síðasti á þessu EM. vísir/daníel
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þurfti að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í morgun. Arnór Atlason getur ekki haldið áfram leik og í hans stað er kominn hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.

Arnór stífnaði upp eftir fyrsta leik Íslands á mótinu og hefur ekki náð að jafna sig síðan. Hann gat ekki spilað gegn Spáni og hefur ekkert æft síðustu daga. Það er útséð með að hann geti spilað meira.

Þetta er önnur breytingin sem gerð er á íslenska hópnum en áður hafði Ólafur Andrés Guðmundsson komið inn í hópinn.

Ólafur þarf að stíga upp í fjarveru Arnórs og ekki síst í ljósi þess að Aron Pálmarsson er laskaður og þarf að fá sína hvíld.


Tengdar fréttir

Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld?

Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku.

Patrekur ætlar að syngja íslenska þjóðsönginn fyrir leik

Gömlu landsliðsfélagarnir og vinirnir Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson mætast í dag með sitt landsliðið hvor. Báðir eru þeir mjög spenntir fyrir leik dagsins. Patrekur segir að þetta verði sérstök stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×