Rodman ætlar að spila sýningarleik í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu en lið hans mun mæta karlalandsliði Norður-Kóreu í tilefni af afmæli Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu. Kim Jong Un verður 31 árs gamall 8. janúar næstkomandi.
Leikmennirnir sem munu spila með Dennis Rodman eru meðal annars Kenny Anderson, Cliff Robinson og Vin Baker sem hafa allir leikir Stjörnuleik í NBA-deildinni. Craig Hodges, Doug Christie og Charles D. Smith eru einnig í liðinu.
Vinskapur Dennis Rodman við Kim Jong Un hefur vakið heimsathygli en leiðtogi Norður Kóreu er mikill körfuboltáhugamaður.
