Körfubolti

NBA: Auðvelt í San Antonio

LeBron James og Kevin Durant
LeBron James og Kevin Durant Mynd/Gettyimages
San Antonio Spurs fór hamförum gegn Los Angeles Clippers í öruggum sigri liðsins í NBA-deildinni í nótt. Sigurinn var síst of stór en Spurs leiddi með 35 stigum í hálfleik. Gestirnir frá Los Angeles reyndu nokkur áhlaup í seinni hálfleik en komust aldrei nálægt forskoti Spurs.

LeBron James átti rólegan dag í liði Miami Heat sem sigraði nágranna sína í Orlando Magic örugglega. Gamla brýnið, Rashard Lewis, leikmaður Miami Heat átti góðan leik gegn sínum gömlu félögum með átján stig en þetta var fyrsti leikur Lewis í byrjunarliðinu á tímabilinu.

Kevin Durant bar lið Oklahoma City Thunder á herðum sér í sigri á Minnesota Timberwolves í Minnesota. Durant setti 48 stig í leiknum, þar af 23 í fjórða leikhluta ásamt því að gefa sjö stoðsendingar og taka sjö fráköst í leiknum.

Paul Pierce, leikmaður Brooklyn Nets fór upp fyrir Allen Iverson í nítjánda sæti í stigahæstu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar í sigri á Cleveland Cavaliers. Brooklyn virðist aðeins vera að snúa við taflinu eftir erfitt gengi framan af tímabilinu en liðið er aðeins tveimur sætum frá sæti í úrslitakeppninni.

Úrslit:

Indiana Pacers 99-82 New Orleans Pelicans

Orlando Magic 94-110 Miami Heat

Brooklyn Nets 89-82 Cleveland Cavaliers

Chicago Bulls 91-84 Atlanta Hawks

Minnesota Timberwolves 111-115 Oklahoma City Thunder

San Antonio Spurs 116-92 Los Angeles Clippers

Phoenix Suns 116-100 Milwaukee Bucks

Portland Trailblazers 99-101 Philadelphia 76ers

Sacramento Kings 103-113 Charlotte Bobcats



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×