Hinn 77 ára gamli Milenko Divac lést á spítala eftir að bíll sem hann var farþegi í lenti á staur og velti nokkrum sinnum í framhaldinu. Slysið varð nálægt bænum Cacak í mið Serbíu.
Radmila Divac, 72 ára gömul móðir Vlade, liggur illa slösuð á spítala en er ekki í lífshættu. Það var Radmila sem keyrði bílinn samkvæmt fréttum fjölmiðla í Serbíu.
Vlade Divac lék í 16 ár í NBA-deildinni með Los Angeles Lakers, Sacramento Kings og Charlotte Hornets. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari með júgóslavneska landsliðinu. Vlade Divac er nú forseti serbnesku Ólympíunefndarinnar.
Vlade Divac missti einn besta vin sinn, NBA-leikmanninn Drazen Petrovic, í bílslysi í júní 1993 en þeir voru aðalumfjöllunarefni heimildarmyndarinnar Once Brothers sem fjallaði um hvernig upplausn Júgóslavíu hafði áhrif á vinskap þessara tveggja frábæru leikmanna. Þeir Divac og Petrovic voru frá Serbíu (Divac) og Króatíu (Petrovic) en voru herbergisfélagar með landsliði Júgóslavíu.
Það er hægt að sjá umfjöllun um myndina með því að smella hér.

