Öflug stjórnarandstaða skilar árangri Árni Páll Árnason skrifar 23. desember 2013 09:21 Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar