Öflug stjórnarandstaða skilar árangri Árni Páll Árnason skrifar 23. desember 2013 09:21 Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun