Handbolti

Aron: Það væri hrikalegt að missa Arnór líka út

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór er nýfarinn af stað aftur og Ísland má illa við því að missa hann fyrir EM.
Arnór er nýfarinn af stað aftur og Ísland má illa við því að missa hann fyrir EM. Mynd/Vilhelm
Það á ekki af Akureyringnum Arnóri Atlasyni að ganga. Óheppnin hefur elt hann undanfarna mánuði og virðist ekki sjá fyrir endann á því.

„Ég var að tala við Arnór í morgun [í gær] og hann er tognaður á kálfa. Hann er því spurningamerki fyrir EM. Það væri hrikalegt að missa hann líka út,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.

Arnór lenti í því að slíta hásin snemma á síðasta tímabili. Var hann eðlilega lengi að jafna sig af þeim meiðslum. Hann var þá búinn að semja við franska félagið St. Raphael.

Er hann kom þangað þá puttabrotnaði hann. Fyrir vikið missti hann nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur spiltími hans verið að aukast eftir því sem liðið hefur á tímabilið.

Á mánudagskvöld tognaði hann síðan og á eftir að koma í ljós hversu alvarleg tognunin er. Þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það væri fyrir landsliðið að missa Arnór ofan á allt annað.

Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×