Handbolti

Björgvin lykillinn að góðum árangri á EM í Danmörku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander Petersson skoraði átta mörk í sigri Rhein-Neckar Löwen á Kiel í þýska bikarnum í gærkvöldi.
Alexander Petersson skoraði átta mörk í sigri Rhein-Neckar Löwen á Kiel í þýska bikarnum í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm
Íslenska landsliðið verður í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í janúar. Menn hafa mismikla trú á liðinu enda hafa lykilmenn verið að glíma við meiðsli og svo að spila lítið.

„Ég held að þetta verði erfitt mót fyrir Ísland. Það lítur ekki alveg nógu vel út með útispilarana okkar. Aron er ekki alveg orðinn nógu góður af sínum meiðslum þó svo hann sé að verða betri. Það gæti aftur á móti orðið mjög erfitt fyrir hann að spila átta leiki á tveim vikum. Það verður að hugsa um heilsu leikmanna,“ segir Alfreð.

„Sama er að gerast með Alexander. Öxlin er kannski ekki alveg orðin nógu góð hjá honum. Óli Gústafs spilar nánast ekki neitt hjá Flensburg. Svo eru Robbi og Ásgeir að spila lítið hjá Paris. Arnór er líka að komast í gang. Við erum því mjög brothættir í skyttustöðunum.“

Alfreð bendir þó á mjög ljósan punkt fyrir landsliðið.

„Björgvin er að spila mjög vel fyrir Bergischer og allt annað að sjá hann en hjá Magdeburg í fyrra. Ef við náum upp vörninni og Bjöggi verður í sama stuði og í vetur þá gætum við náð ágætis árangri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×