Enn einn vafningur ríkisstjórnarinnar Oddný G. Harðardóttir skrifar 9. desember 2013 07:00 Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun