Enn einn vafningur ríkisstjórnarinnar Oddný G. Harðardóttir skrifar 9. desember 2013 07:00 Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar