Bréf sem getur dimmu í dagsljós breytt Saga Garðarsdóttir skrifar 2. desember 2013 06:00 Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun