Um fimmtíu þúsund mótmælendur komu saman í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í dag. Mótmælin voru í tilefni þess að ríkisstjórn Viktors Yanukovych hætti í síðustu viku við að skrifa undir sögulegan samstarfssamning við Evrópusambandið.
Talið er að þrýstingur frá rússneskum stjórnvöldum hafi orðið til þess að hætt var við samkomulagið. Einnig hefur Evrópusambandið fram á að ríkisstjórn Úkraínu sleppi fyrrum forsætisráðherra landsins, Yuliu Tymoshenko, úr haldi. Hún tapaði naumlega fyrir Yanukovych í síðustu forsetakosningum og nýtur enn talsverðs stuðnings meðal almennings.
