Húðflúr með persónu úr Breaking Bad Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Gunnar Valdimarsson, húðflúrari, langar að gera flúr með Jesse Pinkman úr Breaking Bad þáttunum vinsælu. Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor. Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor.
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira