Aron er áhyggjufullur af litlum spiltíma Ásgeirs Arnar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 07:30 Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn fyrir leikina gegn Austurríki þrátt fyrir töluverð forföll leikmanna vegna meiðsla. fréttablaðið/stefán „Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira