Ólík kynlífslöngun snúið vandamál Sigga Dögg skrifar 31. október 2013 07:00 Ólík kynlífslöngun í samböndum er snúið mál og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/getty Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir. Sigga Dögg Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir.
Sigga Dögg Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp