Það verður að vanda nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar tvö um þessa helgi en sýnt verður beint frá ensku úrvalsdeildinni, spænsku deildinni, formúlu eitt og þýska handboltanum.
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Chelsea og Manchester City á Brúnni á morgun en bæði lið hafa verið á sigurbraut að undanförnu.
Chelsea hefur unnið alla leiki sína á móti „litlu“ liðunum í endurkomu Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildina en á enn eftir að vinna eitt af þeim stóru. Chelsea gerði jafntefli við Man. United og Tottenham og tapaði fyrir Everton. City vann aftur á móti bæði United og Everton en hefur hinsvegar tapað stigum á móti minni spámönnum.
Fyrsti leikur helgarinnar er heimsókn toppliðs Arsenal til Crystal Palace og Man. United og Liverpool spila síðan bæði í dag.
Alls verða tíu leikir í beinni í enska boltanum í dag og á morgun. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff spila í dag en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham á morgun.
Sebastian Vettel getur síðan tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð í formúlu eitt þegar Indlandskappaksturinn fer fram og þá verður Íslendingaliðið Kiel í beinni í þýska handboltanum á morgun.
Helgin á SportstöðvunumLaugardagur
8:20 F1 á Indlandi-tímataka, S2 Sport
11:45 Crystal Palace - Arsenal S2 Sport 2
13:35 Laugardagsmörkin, S2 Sport 2
14:00 Man. United - Stoke City, S2 Sport 2
14:00 Liverpool - WBA, S2 Sport 3
14:00 Norwich - Cardiff, S2 Sport 4
14:00 Aston Villa - Everton, S2 Sport 5
16.00 Barcelona - Real Madrid, S2 Sport
16:00 Laugardagsmörkin, S2 Sport 2
16:40 Southampton - Fulham, S2 Sport 2
Sunnudagur
9:00 F1 Indlandskappaksturinn,S2 Sport
13:30 Sunderland - Newcastle, S2 Sport 2
14:00 Þýski handboltinn Göppingen - Kiel, S2 Sport
16:00 Chelsea - Man. City, S2 Sport 2
16:00 Tottenham - Hull, S2 Sport 3
16:00 Swansea - West Ham, S2 Sport 4
Nóg um að vera á Sportstöðvunum

Mest lesið




Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn

„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti




Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn
