Samskipti lykillinn að kynlífi Sigga Dögg skrifar 24. október 2013 07:00 Táningar eiga fyrst að stunda kynlíf með sjálfum sér, svo með öðrum, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/Getty Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín. Sigga Dögg Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín.
Sigga Dögg Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira