Stuttmyndahátíð færð fram á haust vegna háhyrninga Sara McMahon skrifar 24. október 2013 10:00 Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn í nóvember. Dögg Mósesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira