Stuttmyndahátíð færð fram á haust vegna háhyrninga Sara McMahon skrifar 24. október 2013 10:00 Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn í nóvember. Dögg Mósesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira