Arctic Circle og tækifærin í endurnýjanlegri orku Halla Hrund Logadóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun