„Sérstakt að menn fari úr því að spila núll mínútur í fimmtíu mínútur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 06:00 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira
Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira