Leynibréfið – eða þannig sko Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. september 2013 06:00 Leynt hefur farið bréf sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom á framfæri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Í bréfinu segir svo í íslenskri þýðingu: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer þess hér með á leit við íslensku ríkisstjórnina að samningaviðræður þær, sem legið hafa niðri um nokkurt skeið milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði hafnar að nýju. Framkvæmdastjórnin tekur fram, að það er þó ekki vilji Framkvæmdastjórnarinnar að lýðveldið Ísland tengist Evrópusambandinu nánar en þegar er orðið enda er það stefna Framkvæmdastjórnarinnar að viðræðurnar leiði ekki til þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hvað er að tarna? Er Baroso endanlega orðinn vitlaus eða er verið að gera grín að hinni frjálsu og yfirtaks sjálfstæðu íslensku þjóð?Þjóðsaga? Getur það verið að það sé þjóðsaga að slíkt bréf hafi borist? En skyldu Sigmundur Davíð og Bjarni – já og Davíð hinn ekki hafa orðið skrýtnir í framan ef svo væri? Nú eða Þorsteinn Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir? Ef ESB vildi halda viðræðunum áfram þó tekið sé fram að enginn sé vilji til þess á þeim bænum að viðræðunum ljúki með jákvæðri afgreiðslu heldur þvert á móti! Skyldi finnast í heimssögunni dæmi um slíkar bréfasendingar í diplómatíunni? Nei, ekki svo vitað sé. Samt vilja heiðarlegir og skynsamir sjálfstæðismenn að sambærilegt bréf berist frá ríkisstjórn Íslands með ósk um áframhaldandi viðræður jafnvel þó ekki bara ríkisstjórnin sjálf heldur báðir stjórnarflokkarnir séu alfarið á móti því að viðræðurnar leiði til þess að Ísland gerist aðili að ESB! Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki bara báðir þá afdráttarlausu stefnu heldur kröfðust þess meira að segja; a.m.k. landsfundur Sjálfstæðisflokksins; að Evrópustofu yrði lokað og starfsmönnum hent úr landi. Andúðin er slík, að gamalkunna Rússahatrið kemst ekki með tærnar þar sem ESB-andúðin er með hælana.Þetta studduð þið! Mér dettur ekki í hug að efa, að margir góðir Sjálfstæðismenn; þ.á.m. forystumenn í íslensku atvinnulífi; vildu og vilja í einlægni ljúka samningaviðræðum við ESB í þeirri von að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu til heilla og hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Þeir greiddu hins vegar atkvæði þannig í síðustu kosningum, að slíkt getur nú ekki orðið. Það gerðu þeir vitandi vits. Þeim var nær! Halda þeir virkilega að Davíð muni leyfa að ósk um áframhaldandi viðræður berist frá núverandi stjórnvöldum. Nei, vinir góðir. Slíkt erindi berst ekki á þessu kjörtímabili. Og mun ekki berast á því næsta nema þið kjósið öðruvísi þá en þið gerðuð síðast. Með atkvæði ykkar öxluðuð þið ábyrgð á vegferðinni. Þið vissuð vel hvað þið voruð þá að gera – en gerðuð það samt! Ykkur var nær! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Leynt hefur farið bréf sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom á framfæri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Í bréfinu segir svo í íslenskri þýðingu: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer þess hér með á leit við íslensku ríkisstjórnina að samningaviðræður þær, sem legið hafa niðri um nokkurt skeið milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði hafnar að nýju. Framkvæmdastjórnin tekur fram, að það er þó ekki vilji Framkvæmdastjórnarinnar að lýðveldið Ísland tengist Evrópusambandinu nánar en þegar er orðið enda er það stefna Framkvæmdastjórnarinnar að viðræðurnar leiði ekki til þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hvað er að tarna? Er Baroso endanlega orðinn vitlaus eða er verið að gera grín að hinni frjálsu og yfirtaks sjálfstæðu íslensku þjóð?Þjóðsaga? Getur það verið að það sé þjóðsaga að slíkt bréf hafi borist? En skyldu Sigmundur Davíð og Bjarni – já og Davíð hinn ekki hafa orðið skrýtnir í framan ef svo væri? Nú eða Þorsteinn Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir? Ef ESB vildi halda viðræðunum áfram þó tekið sé fram að enginn sé vilji til þess á þeim bænum að viðræðunum ljúki með jákvæðri afgreiðslu heldur þvert á móti! Skyldi finnast í heimssögunni dæmi um slíkar bréfasendingar í diplómatíunni? Nei, ekki svo vitað sé. Samt vilja heiðarlegir og skynsamir sjálfstæðismenn að sambærilegt bréf berist frá ríkisstjórn Íslands með ósk um áframhaldandi viðræður jafnvel þó ekki bara ríkisstjórnin sjálf heldur báðir stjórnarflokkarnir séu alfarið á móti því að viðræðurnar leiði til þess að Ísland gerist aðili að ESB! Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki bara báðir þá afdráttarlausu stefnu heldur kröfðust þess meira að segja; a.m.k. landsfundur Sjálfstæðisflokksins; að Evrópustofu yrði lokað og starfsmönnum hent úr landi. Andúðin er slík, að gamalkunna Rússahatrið kemst ekki með tærnar þar sem ESB-andúðin er með hælana.Þetta studduð þið! Mér dettur ekki í hug að efa, að margir góðir Sjálfstæðismenn; þ.á.m. forystumenn í íslensku atvinnulífi; vildu og vilja í einlægni ljúka samningaviðræðum við ESB í þeirri von að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu til heilla og hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Þeir greiddu hins vegar atkvæði þannig í síðustu kosningum, að slíkt getur nú ekki orðið. Það gerðu þeir vitandi vits. Þeim var nær! Halda þeir virkilega að Davíð muni leyfa að ósk um áframhaldandi viðræður berist frá núverandi stjórnvöldum. Nei, vinir góðir. Slíkt erindi berst ekki á þessu kjörtímabili. Og mun ekki berast á því næsta nema þið kjósið öðruvísi þá en þið gerðuð síðast. Með atkvæði ykkar öxluðuð þið ábyrgð á vegferðinni. Þið vissuð vel hvað þið voruð þá að gera – en gerðuð það samt! Ykkur var nær!
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun