Kurteisi og málefnaleg umræða Jón Þór Ólafsson skrifar 17. september 2013 06:00 Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um traust til Alþingis eru borðliggjandi. Þjóðin treystir ekki Alþingi og er umræðuhefð þingmanna helsta ástæðan. Um 80% landsmanna vantreysta Alþingi vegna samskiptamáta þingmanna. En meirihlutinn telur líka að það myndi auka traust Alþingis mikið ef við þingmenn sýndum hver öðrum meiri kurteisi og stunduðum málefnalegri umræðu á Alþingi. Þetta ætti ekki að koma þingmönnum á óvart. Við sáum þetta skýrt í kosningabaráttunni í vor. Frambjóðendurnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir, sem voru áberandi málefnaleg og kurteis í sínum málflutningi, voru hvað eftir annað kosin af netverjum sem sigurvegarar umræðna í sjónvarpssal. Rannsókn Félagsvísindastofnunar segir að þjóðin er þreytt á karpi og virðingarleysi þingmanna sín á milli, og einnig í sinn garð. Hún sýnir að þjóðin vilji nýja umræðuhefð og að þingmenn viðurkenni mistök. Stjórnmálahefðin á Íslandi hefur verið sú að viðurkenna ekki mistök. En nýr þingmaður Framsóknarflokksins, hann Frosti Sigurjónsson, baðst á dögunum opinberlega afsökunar á mistökum og fékk réttilega mikið lof fyrir. Nú fer hann fyrir óformlegum hópi nýrra þingmanna sem munu hittast á næstu vikum til að vinna að bættri umræðuhefð á Alþingi. Markmið hópsins er að sammælast um góð fordæmi að kurteisari og málefnalegri umræðu í þingsal. Undirritaður styður Frosta heilshugar og mun að hans beiðni starfa í hópnum. Komum okkur að verki og hleypum einhverju mikilvægara að í umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um traust til Alþingis eru borðliggjandi. Þjóðin treystir ekki Alþingi og er umræðuhefð þingmanna helsta ástæðan. Um 80% landsmanna vantreysta Alþingi vegna samskiptamáta þingmanna. En meirihlutinn telur líka að það myndi auka traust Alþingis mikið ef við þingmenn sýndum hver öðrum meiri kurteisi og stunduðum málefnalegri umræðu á Alþingi. Þetta ætti ekki að koma þingmönnum á óvart. Við sáum þetta skýrt í kosningabaráttunni í vor. Frambjóðendurnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir, sem voru áberandi málefnaleg og kurteis í sínum málflutningi, voru hvað eftir annað kosin af netverjum sem sigurvegarar umræðna í sjónvarpssal. Rannsókn Félagsvísindastofnunar segir að þjóðin er þreytt á karpi og virðingarleysi þingmanna sín á milli, og einnig í sinn garð. Hún sýnir að þjóðin vilji nýja umræðuhefð og að þingmenn viðurkenni mistök. Stjórnmálahefðin á Íslandi hefur verið sú að viðurkenna ekki mistök. En nýr þingmaður Framsóknarflokksins, hann Frosti Sigurjónsson, baðst á dögunum opinberlega afsökunar á mistökum og fékk réttilega mikið lof fyrir. Nú fer hann fyrir óformlegum hópi nýrra þingmanna sem munu hittast á næstu vikum til að vinna að bættri umræðuhefð á Alþingi. Markmið hópsins er að sammælast um góð fordæmi að kurteisari og málefnalegri umræðu í þingsal. Undirritaður styður Frosta heilshugar og mun að hans beiðni starfa í hópnum. Komum okkur að verki og hleypum einhverju mikilvægara að í umræðuna.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar