Þorgerður Katrín dæmir í Ísland Got Talent Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. september 2013 09:00 Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr. Ísland Got Talent Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr.
Ísland Got Talent Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp