Guðjón Drengsson, Haraldur Þorvarðarson og Magnús Erlendsson æfa þessa dagana með meistaraflokki KR. Liðið leikur í 1. deild á næstu leiktíð en meistaraflokkurinn var endurvakinn hjá Vesturbæingum á vormánuðum.
Guðjón var síðast á mála hjá Selfossi en lék ekkert á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Haraldur og Magnús urðu hins vegar Íslandsmeistarar með Fram í vor.
„Maður er byrjaður að mæta á æfingar hjá KR,“ segir Magnús sem hafði stefnt á að hætta. Hann segir Harald hafa platað sig til að kíkja á æfingar en góðvinur Haraldar, Arnar Jón Agnarsson, þjálfar liðið. Þá hefur Haraldur sterk tengsl við KR úr æsku.
„Það er fjölskylduvænna að æfa tvisvar til þrisvar í viku og spila,“ segir Magnús sem einnig hefur litið inn á æfingar hjá Fram til að halda sér við.
„Ég ætlaði að hætta og er þannig séð hættur. Ég velti fyrir mér að spila í utandeildinni en svo eru lið sem eru tilbúin að leyfa manni að vera í þessu á eigin forsendum,“ sagði Magnús. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort þremenningarnir spili með KR í vetur.
Ellefu lið verða í 1. deildinni í vetur eða þremur fleiri en á síðustu leiktíð. Auk KR-inga senda Hamrarnir frá Akureyri lið til keppni og sömuleiðis ÍH úr Hafnarfirði. Fyrsta umferðin verður leikin föstudagskvöldið 20. september.
Framarar æfa með KR
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1





Fleiri fréttir
