Ágreiningur og samstarf Toshiki Toma skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun