Hafa heyrt orðróminn en enginn talað við þá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2013 06:30 Gunnar Nelson varð 25 ára í síðasta mánuði. Nordicphotos/Getty „Það er enginn bardagi bókaður. Við erum búnir að fá nokkrar fyrirspurnir vegna þessa en ég veit ekkert hvaðan þessi orðrómur kemur,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Slúðrað er um það í netheimum að Gunnar eigi að berjast við Jordan Mein á stóru UFC-bardagakvöldi í Manchester í október. „Ég sá þetta líka á netinu en það er enginn búinn að tala við okkur. Gunnar fór á fyrstu æfinguna sína fyrir helgi og byrjar fyrst núna að æfa af krafti,“ segir Haraldur. Gunnar gekkst undir aðgerð á hné vegna liðþófameiðsla í apríl. Haraldur segir endurhæfinguna hafa gengið vel. „Hann er fínn í fætinum en á eftir að láta reyna á hann fyrir alvöru. Þangað til lofum við okkur ekki í eitt eða neitt.“ Haraldur segir að vissulega væri gaman ef Gunnar gæti barist á kvöldinu í Manchester í október. Ekkert sé útilokað í þeim efnum en undirbúningstíminn væri í allra stysta lagi. „Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og aðgerð á hné. Það væri því ekki gáfulegt,“ segir Haraldur. Hann minnir á að Gunnar sé í bardagaíþróttum til framtíðar og því verði engin óþarfa áhætta tekin. „Batinn hefur gengið vel og hann hefur farið að ráðum lækna í einu og öllu og passað sig að fara ekki of snemma af stað. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira
„Það er enginn bardagi bókaður. Við erum búnir að fá nokkrar fyrirspurnir vegna þessa en ég veit ekkert hvaðan þessi orðrómur kemur,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Slúðrað er um það í netheimum að Gunnar eigi að berjast við Jordan Mein á stóru UFC-bardagakvöldi í Manchester í október. „Ég sá þetta líka á netinu en það er enginn búinn að tala við okkur. Gunnar fór á fyrstu æfinguna sína fyrir helgi og byrjar fyrst núna að æfa af krafti,“ segir Haraldur. Gunnar gekkst undir aðgerð á hné vegna liðþófameiðsla í apríl. Haraldur segir endurhæfinguna hafa gengið vel. „Hann er fínn í fætinum en á eftir að láta reyna á hann fyrir alvöru. Þangað til lofum við okkur ekki í eitt eða neitt.“ Haraldur segir að vissulega væri gaman ef Gunnar gæti barist á kvöldinu í Manchester í október. Ekkert sé útilokað í þeim efnum en undirbúningstíminn væri í allra stysta lagi. „Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og aðgerð á hné. Það væri því ekki gáfulegt,“ segir Haraldur. Hann minnir á að Gunnar sé í bardagaíþróttum til framtíðar og því verði engin óþarfa áhætta tekin. „Batinn hefur gengið vel og hann hefur farið að ráðum lækna í einu og öllu og passað sig að fara ekki of snemma af stað. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“
Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira