FH-ingurinn Sam Tillen hefur sínar skoðanir á leiktímanum í dag þegar FH mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í einum stærsta leik íslensks liðs í Evrópukeppni í langan tíma. Leikurinn hefst klukkan 16.00.
„Fólk þarf að taka sér frí frá vinnu, sem er kjánalegt. Það ætti að hjálpa íslensku liðunum og hafa leikina í fyrsta lagi klukkan 18,“ segir Sam. Honum finnst sömuleiðis ekki rökrétt að leikið sé í Pepsi-deild karla á sama tíma og þá fengu hvorki FH-ingar né Blikar leikjum sínum í deild og bikar um helgina frestað þrátt fyrir annir í Evrópu.
„Ég vorkenndi Blikunum gegn Fram því þeim er refsað fyrir að ná góðum árangri,“ segir Sam. Blikar lentu á Íslandi seinni part föstudags eftir langt ferðalag til Kasakstan. Blikar reyndu að fá leiknum gegn Fram frestað um einn dag en árangurslaust.
Vorkenndi Blikunum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

