Að elska bíla og mat Dagur B. Eggertsson skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar