Gestrisinn bóndi á Erpsstöðum í Dölum Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2013 11:00 Helga Guðmundsdóttir, bóndi, ásamt dóttur sinni Hólmfríði Töniu, og svínunum sem eru nýjustu meðlimir fjölskyldunnar á Erpsstöðum Mynd/Ólöf Þegar blaðamann bar að garði á Erpsstöðum var einkar líflegt um að litast, en fyrir utan var rúta full af ferðamönnum sem fóru klyfjaðir vörum frá býlinu. „Ég held að það hafi komið hérna um það bil fimmtán þúsund manns í fyrra, yfir sumartímann, þannig að þetta er hellings traffík,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi. „Meira að segja kýrnar eru orðnar vanar heimsóknunum, því á veturnar tökum við líka á móti skólafólki,“ bætir gestrisni bóndinn við. Ábúendur á Erpsstöðum eru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson, frá Kvennahóli á Fellsströnd í Dalasýslu og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, frá Kvennabrekku í Miðdölum Dalasýslu. Þau eiga fimm börn, sem öll taka virkan þátt í búskapnum.nýstárlegt fjós Helga og Þorgrímur, og börnin fimm, reka lausagöngufjós með um sextíu mjólkurkúm. Fjósið er einkar vel útbúið og kýrnar sjá sjálfar um að mjólka sig í svokölluðum mjaltaþjónum. Mynd/Ólöf„Við erum hér með 60 mjólkurkýr í lausagöngufjósi, en svo erum við líka með hænur, kindur, hesta, kanínur, naggrísi og svín, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga. Á Erpsstöðum er einnig rekið rjómabú þar sem þau hjónin framleiða lífrænt ræktaðan ís, osta og skyrkonfekt sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands, sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Skyrkonfektið frá Erpsstöðum hefur vakið mikla lukku. „Grapevine gaf okkur og skyrkonfektinu verðlaun í fyrra fyrir vöru ársins, og varan var svo kynnt á HönnunarMars í fyrra,“ segir Helga að lokum. „Þetta gengur ágætlega hjá okkur,“ segir hún létt í bragði. Framleiðslan fer fram á býlinu sjálfu í 200 fermetra aðstöðu, sem ætluð er fyrir heimavinnslu afurða. HönnunarMars Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Þegar blaðamann bar að garði á Erpsstöðum var einkar líflegt um að litast, en fyrir utan var rúta full af ferðamönnum sem fóru klyfjaðir vörum frá býlinu. „Ég held að það hafi komið hérna um það bil fimmtán þúsund manns í fyrra, yfir sumartímann, þannig að þetta er hellings traffík,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi. „Meira að segja kýrnar eru orðnar vanar heimsóknunum, því á veturnar tökum við líka á móti skólafólki,“ bætir gestrisni bóndinn við. Ábúendur á Erpsstöðum eru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson, frá Kvennahóli á Fellsströnd í Dalasýslu og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, frá Kvennabrekku í Miðdölum Dalasýslu. Þau eiga fimm börn, sem öll taka virkan þátt í búskapnum.nýstárlegt fjós Helga og Þorgrímur, og börnin fimm, reka lausagöngufjós með um sextíu mjólkurkúm. Fjósið er einkar vel útbúið og kýrnar sjá sjálfar um að mjólka sig í svokölluðum mjaltaþjónum. Mynd/Ólöf„Við erum hér með 60 mjólkurkýr í lausagöngufjósi, en svo erum við líka með hænur, kindur, hesta, kanínur, naggrísi og svín, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga. Á Erpsstöðum er einnig rekið rjómabú þar sem þau hjónin framleiða lífrænt ræktaðan ís, osta og skyrkonfekt sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands, sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Skyrkonfektið frá Erpsstöðum hefur vakið mikla lukku. „Grapevine gaf okkur og skyrkonfektinu verðlaun í fyrra fyrir vöru ársins, og varan var svo kynnt á HönnunarMars í fyrra,“ segir Helga að lokum. „Þetta gengur ágætlega hjá okkur,“ segir hún létt í bragði. Framleiðslan fer fram á býlinu sjálfu í 200 fermetra aðstöðu, sem ætluð er fyrir heimavinnslu afurða.
HönnunarMars Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira