Rekstrarform heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 17. júlí 2013 08:00 Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar