Rekstrarform heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 17. júlí 2013 08:00 Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun