Tilnefning Láru Hönnu sögð hafa breytt RÚV-samkomulagi Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2013 07:00 Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira