Verð ekki túristi í Danmörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er kampakátur með árangur sinna manna í austurríska landsliðinu. mynd/öhb/lukas wagner „Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
„Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira